27.6.2006 | 17:02
27.06.06
Hæ í dag erum við í Cody sérstökum litlum bæ austan við Yellowstone þjóðgarðinn.
Í þjóðgarðinum sáum við fullt af villtum dýrum td buffalo ég labbaði eiginlega alveg að einum en þá varð pabbi hræddur um mig og kom og skammaðist svo gistum við á Yellowstone faithful inn hótelinu og þegar við fórum að borða fékk ég besta hamborgarann sem ég hef fengið hér í útlandinu og meðan ég var að borða hann sagði einn þjónninn sjáiði stóra buffaloinn sem er að ganga framhjá. Þarna var ekkert sjónvarp í kofanum svo næsta dag þá héldum við áfram og skoðuðum hverina og sáum tvo gjósa og við þurftum að bíða eftir að sá gamli mundi gjósa svo löbbuðum við áfram því mamma vildi sjá meira af þessu og við græddum á því að hinn sem við sáum gjósa gys bara einu sinni á dag og við náðum því. Það var rosalega hátt kannski hærra en okkar kannski. Á leiðinni til Cody svo var ég á svo mikið flippi að ég fór eiginlega hálf út með hausinn og var að taka myndir. Svo þegar við komum þangað fundum við nýbyggðan bjálkakofa til að gista og þar er sætt og flott svo fórum við að sjá eitthvert leikrit og ég skildi ekki neitt og við´sáum bara smá af því pabbi var búin að panta borð svo við þurftum að fara og ég fékk hamborgara aftur og hann var vondur sá versti en það sem pabbi fékk honum fanst það æðislegt svo fórum við á Rodeo það er svona kúrekar ríða á triltum hestum og nautum svo snara þið vitið kálfa og einnig henda þeir sér á unglingsnaut og fella það. Þetta var rosa gaman. Í dag förum við á Buffalo Bill safnið og höldum síðan eitthvað áfram bæ með Cody stæl í ha.
p.s pabbi skrifaði fyrir mig og ég smá því við erum í flýti og ég er ekki allveg sátt en þetta er rosa fínt en ég sagði honum hvað hann á að skrifa.
Um bloggið
Fólkið í USA
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Shuss... það er ekkert smá mikið að gera hjá ykkur, maður verður bara öfundsjúkur :S mig langar nefninlega alveg ofsalega mikið til þess að vera hjá ykkur í sólinni og fínheitunum því hér rignir bara og rignir :(
Hlakka til að heyra frá þér næst ástargullið mitt... og gaman að sjá fínu myndirnar þínar, vertu dugleg að taka alveg fullt meira svo við getum haldið áfram að sjá það sem þið eruð að sjá ;)
Loveja... þín Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.